Koeman segist aldrei gera það sem hann gerði samt einmitt með Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:00 Ronald Koeman keypti Gylfa Þór Sigurðsson til Everton haustið 2017. Getty/Tony McArdle Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira