Fimm daga sóttkví vægari skerðing en fyrri hömlur Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 07:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55