Notar barnið þitt skólatöskuna rétt? Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands skrifar 24. ágúst 2020 10:15 Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins. Ranglega stillt eða of þung skólataska getur valdið ýmsum álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Mikilvægt er að hafa í huga að börn beri ekki meiri byrði en 10% af eigin líkamsþyngd. Hér að neðan eru ráðleggingar iðjuþjálfa um hvernig best sé að velja, raða í og stilla skólatösku: Að velja og stilla skólatösku: Taskan þarf að vera í réttri stærð miðað við bak barnsins - ekki breiðari en efra bak né heldur má hún ná niður fyrir mjóbak. Mikilvægt er að axlarólar séu bólstraðar og með smellu yfir bringu. Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þannig að taskan liggi þétt að baki. Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, hún dreifir þunga töskunnar jafnt á líkamann. Að raða í skólatösku: Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna til að koma í veg fyrir álagseinkenni og stoðkerfisverki. Setjið þyngstu hlutina sem næst baki. Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. Farið daglega yfir það sem þarf að vera í töskunni, einungis ætti að bera það nauðsynlegasta. Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands vinnur að útgáfu bæklings með ráðlegginum um skólatöskur og hefur verkefnið hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði. Höfundar skipa fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Rannveig Reynisdóttir, Evelin Fischer, Arnþrúður Eik Helgadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun