Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 14:00 Lewandowski fagnaði vel og innilega er sigurinn var í höfn enda hans fyrsti Meistaradeildartitill. Julian Finney/Getty Image Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn