Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 14:00 Lewandowski fagnaði vel og innilega er sigurinn var í höfn enda hans fyrsti Meistaradeildartitill. Julian Finney/Getty Image Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira