Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður. Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður.
Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent