Tungumálatöfrar Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun