Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 14:01 Fiskiskipum siglt á miðin í Suður-Kínahafi í byrjun mánaðarins. Getty/Yao Feng Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna. Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna.
Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira