Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 14:01 Fiskiskipum siglt á miðin í Suður-Kínahafi í byrjun mánaðarins. Getty/Yao Feng Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna. Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna.
Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira