Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:34 Sprittbrúsi, sem alkahólistar hafa leitað til í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook. Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook.
Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57
Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53