Fjárfestadagur Startup SuperNova í beinni útsendingu á Vísi Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 10:00 Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020. Aðsend mynd Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova. Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova.
Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira