10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 13:30 Berglind Gunnarsdóttir í sjónvarpsviðtalinu á dögunum. Skjámynd/S2 Sport „Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum. Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
„Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum.
Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira