Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Skjálftinn varð austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Uppfært 16:56: Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,2 að stærð og varð hann austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir vænum hristingi um korter yfir fjögur. Fréttastofu hafa borist símtöl og greinilegt að mjög margir hafa orðið skjálftans varir. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að stærð skjálftans, sjálfvirkt mat, hafi verið 4,6 og upptök séu um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að verið sé að fara yfir skjálftann. Hann sé líklega eitthvað um og yfir 4 að stærð. „Við heyrðum strax frá fólki í Grindavík sem fann náttúrulega fyrir honum. Hlutir í hillum hristust og marraði í veggjum. Þessi er aðeins stærri en sá fyrr í dag,“ segir Einar Bessi. Virknin er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári, að sögn Einars. Von er á tilkynningu með frekari upplýsingum fljótlega. Klukkan 13:43 varð annar skjálfti 3,7 að stærð frá Grindavík. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og alveg norður á Akranes. Mikil skjálftavirkni er á svæðinu eins og sjá má í skjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi orðið 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli eða um tíu kílómetrum norðaustur af Grindavík. Skjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu, en klukkan 7:10 í morgun varð skjálfti 2,8 að stærð á sömu slóðum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Uppfært 16:56: Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,2 að stærð og varð hann austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir vænum hristingi um korter yfir fjögur. Fréttastofu hafa borist símtöl og greinilegt að mjög margir hafa orðið skjálftans varir. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að stærð skjálftans, sjálfvirkt mat, hafi verið 4,6 og upptök séu um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að verið sé að fara yfir skjálftann. Hann sé líklega eitthvað um og yfir 4 að stærð. „Við heyrðum strax frá fólki í Grindavík sem fann náttúrulega fyrir honum. Hlutir í hillum hristust og marraði í veggjum. Þessi er aðeins stærri en sá fyrr í dag,“ segir Einar Bessi. Virknin er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári, að sögn Einars. Von er á tilkynningu með frekari upplýsingum fljótlega. Klukkan 13:43 varð annar skjálfti 3,7 að stærð frá Grindavík. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og alveg norður á Akranes. Mikil skjálftavirkni er á svæðinu eins og sjá má í skjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi orðið 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli eða um tíu kílómetrum norðaustur af Grindavík. Skjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu, en klukkan 7:10 í morgun varð skjálfti 2,8 að stærð á sömu slóðum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent