„Ég finn að þetta er tímapunkturinn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon fagna sigrinum. VÍSIR/GETTY „Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
„Það að vinna Meistaradeild Evrópu hefur verið draumur í svo langan tíma og ég finn að þetta er tímapunkturinn,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem í annað sinn á ferlinum er komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sara er í þeirri mögnuðu stöðu að vera komin með Lyon í úrslitaleik við Wolfsburg, liðið sem hún lék fyrir í byrjun keppninnar. Í gærkvöld var hún í byrjunarliði Lyon og átti flottan leik í 1-0 sigri á PSG í undanúrslitunum. Sara er ekki mikið að spá í þeirri staðreynd að í raun megi segja að hún lendi í 1. og 2. sæti Meistaradeildarinnar, sama hvernig fer í úrslitaleiknum á sunnudag. Hún vill láta draum sinn rætast með því að vinna úrslitaleik keppninnar. „Þetta verður skrýtið“ „Ég skipti um lið og ætla ekki að pæla of mikið í því að úrslitaleikurinn sé við Wolfsburg. Það eina sem ég hugsa um núna er að verða Evrópumeistari með Lyon,“ segir Sara við Vísi. Hún á þó góðar vinkonur í liði Wolfsburg og viðurkennir að það verði skrýtið að mæta þeim svo skömmu eftir viðskilnaðinn, en Sara kvaddi Wolfsburg sem fjórfaldur Þýskalandsmeistari í sumar. „Ég fékk strax skilaboð frá Pernille [Harder, framherja Wolfsburg] sem var bara spennt að sjá mig. Þetta verður skrýtið, en ég er náttúrulega bara í Lyon núna. Ég nánast vissi að þetta yrði svona – sá það alveg fyrir mér – og það er bara fínt. Ég mun gera allt til að vinna þetta með Lyon.“ Sara Björk Gunnarsdóttir skýlir boltanum frá Paulina Dudek í leiknum við PSG í gærkvöld.VÍSIR/GETTY „Ekki búið að vera eitthvað létt“ Sara var í byrjunarliði Lyon í gær og lék allan leikinn. Þó að Lyon hafi unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð er sem sagt íslenski landsliðsfyrirliðinn strax búin að sýna að hún verðskuldi að leika á miðjunni hjá liðinu. „Þetta er ekki búið að vera eitthvað létt. Ég er meðal annars að keppa við japanska landsliðsfyrirliðann [Saki Kumagai] og franska fyrirliðann [Amandine Henry]. Þetta er ekki auðveld staða að vinna sig inn í. En ég er þannig að ég mun alltaf gera mitt og ef það er nóg þá er það frábært. Ég er alltaf hungruð, aldrei sátt þegar ég er á bekknum, en vissi að ég gæti þurft að vera þolinmóð. En ég er búin að fá mínútur og svo seinni hálfleikinn gegn Bayern [í 8-liða úrslitum]. Ég er enn að vinna mig inn í liðið og vil auðvitað eiga stóran þátt í að vinna þessa leiki.“ „Leyfði henni að sjá um þetta“ Þannig var það í gær en það var hin hávaxna Wendie Renard sem skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Sara var reyndar sjálf tilbúin að skalla boltann í markið: „Ég leyfði henni að sjá um þetta,“ segir Sara létt. „Hún er náttúrulega rosaleg í teignum og gerði þetta mjög vel. Ég var tilbúin að skalla boltann líka en ég er svekkt að hafa ekki skorað úr færi sem ég fékk í fyrri hálfleiknum,“ bætir hún við. Wendie Renard skallar og skorar sigurmarkið, en Sara Björk Gunnarsdóttir var einnig tilbúin að setja höfuðið í boltann.VÍSIR/GETTY Nokkrum sekúndum fyrir markið hafði Grace Geyoro í liði PSG fengið rautt spjald. Aftur varð jafnt í liðum þegar Nakita Parris fékk rautt spjald á 75. mínútu, en Sara og stöllur hennar héldu út. „Þetta var hörkuleikur og að mínu mati okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við tókum yfir leikinn á köflum og svo kom rauða spjaldið og markið, en við fáum svo líka rautt spjald. Þó að við vildum reyna að spila boltanum í lokin þá endaði þetta mikið í löngum sendingum, en þetta hafðist,“ segir Sara. Allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitum hafa farið fram á Spáni, nú í ágúst þar sem að fresta varð leikjunum vegna kórónuveirufaraldursins. Það er ástæða þess að Sara lýkur keppninni í öðru liði en hún hóf hana með. Vegna faraldursins eru kringumstæðurnar talsvert aðrar núna en þegar Sara lék með Wolfsburg í úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum, í Kiev. „Þetta er auðvitað svolítið sérstakt. Það er sprittað undir skóna okkar, við erum testaðar fyrir veirunni annan hvern dag og þurfum alltaf að vera með pappíra á okkur til að sýna að við séum ekki með smit. Svo er auðvitað sérstakt að hafa enga áhorfendur og svona, en það er bara gott að geta spilað.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53 Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Sara Björk í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttur og samherjar hennar í Lyon eru komnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á öðru frönsku liði, PSG, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 26. ágúst 2020 19:53
Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. 26. ágúst 2020 11:00
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn