Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna.
Pogba var ekki valinn í franska landsliðið fyrir leikina gegn Svíþjóð og Króatíu í Þjóðadeildinni. Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, sagði að Pogba væri með kórónuveiruna. Sömu sögu er að segja af Tanguy Ndombele, leikmanni Tottenham.
Fjórir nýliðar eru í franska hópnum: Eduardo Camavinga, Dayot Upamecano, Houssem Aourar og Mike Maignan.
Here's the France squad that will meet up on Monday!!! #FiersdetreBleus #SWEFRA #FRACRO pic.twitter.com/ahBj6H4PKV
— French Team (@FrenchTeam) August 27, 2020
Frakkar mæta Svíum í Solna laugardaginn 5. september og Króötum í París þremur dögum síðar. Auk þeirra eru Portúgalir í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Pogba hefur leikið 69 leiki fyrir franska landsliðið og skorað tíu mörk. Eitt þeirra kom gegn Íslandi í átta liða úrslitum á EM 2016.