Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 13:12 Hjúkunarheimilið Hlíf á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum