Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 14:43 Marcus Rashford, Harry Kane og Raheem Sterling þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR/GETTY Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30