Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 22:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“ Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“
Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira