Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 11:08 Thiago Silva gengur framhjá Evrópubikarnum eftir úrslitaleik Paris Saint-Germain og Bayern München í Meistaradeild Evrópu á sunnudaginn. Það var hans síðasti leikur fyrir PSG. getty/Michael Regan Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er genginn í raðir Chelsea. Hann kemur til liðsins á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. Silva, sem er 35 ára, skrifaði undir eins árs samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu. Paris The Pride of London! @TSilva3 has arrived! #OhhThiagoSilva pic.twitter.com/ssO5ZlA4Dw— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 28, 2020 Silva er þriðji varnarmaðurinn sem Chelsea fær á síðustu þremur dögum. Í fyrradag keypti liðið Ben Chilwell frá Leicester City og í gær kom Malang Sarr á frjálsri sölu frá Nice. Silva lék með PSG í átta ár og varð sjö sinnum franskur meistari með liðinu. Síðasti leikur Brasilíumannsins með PSG var úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu gegn Bayern München á sunnudaginn. Bayern vann leikinn, 1-0. Silva var lengi fyrirliði PSG. Chelsea hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum en auk Silvas, Chilwells og Sarrs hefur liðið fengið Timo Werner frá RB Leipzig og Hakim Zieych frá Ajax. Þá þykir líklegt að Chelsea kaupi Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Áður en Silva fór til PSG lék hann með AC Milan í þrjú ár. Hann varð ítalskur meistari með liðinu 2011. Silva hefur leikið 89 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað sjö mörk. Hann varð Suður-Ameríkumeistari með Brasilíu í fyrra. Á síðasta tímabili endaði Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Arsenal, 2-1. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er genginn í raðir Chelsea. Hann kemur til liðsins á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. Silva, sem er 35 ára, skrifaði undir eins árs samning við Chelsea með möguleika á árs framlengingu. Paris The Pride of London! @TSilva3 has arrived! #OhhThiagoSilva pic.twitter.com/ssO5ZlA4Dw— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 28, 2020 Silva er þriðji varnarmaðurinn sem Chelsea fær á síðustu þremur dögum. Í fyrradag keypti liðið Ben Chilwell frá Leicester City og í gær kom Malang Sarr á frjálsri sölu frá Nice. Silva lék með PSG í átta ár og varð sjö sinnum franskur meistari með liðinu. Síðasti leikur Brasilíumannsins með PSG var úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu gegn Bayern München á sunnudaginn. Bayern vann leikinn, 1-0. Silva var lengi fyrirliði PSG. Chelsea hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum en auk Silvas, Chilwells og Sarrs hefur liðið fengið Timo Werner frá RB Leipzig og Hakim Zieych frá Ajax. Þá þykir líklegt að Chelsea kaupi Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Áður en Silva fór til PSG lék hann með AC Milan í þrjú ár. Hann varð ítalskur meistari með liðinu 2011. Silva hefur leikið 89 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað sjö mörk. Hann varð Suður-Ameríkumeistari með Brasilíu í fyrra. Á síðasta tímabili endaði Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit ensku bikarkeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Arsenal, 2-1.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira