Ísland fyrir neðan Færeyjar og Gíbraltar á lista UEFA Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 12:22 FH tapaði gegn Dunajská Streda í gær. VÍSIR/DANÍEL Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum. UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum.
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira