Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 16:35 Frá mótmælum í Kenosha í gær. AP/Morry Gash Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40
Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40