Tveir voru fluttir á Landspítalann með TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir alvarlegt umferðarslys við Dritvík á Snæfellsnesi.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í nótt að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi.
Þyrlan lenti á vettvangi klukkan 3:31 og flutti þá slösuðu á Landspítalann í Fossvogi.