Ungmenni vilja svansvottaðar byggingar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2020 17:20 Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar og fer fyrir málinu um svansvottunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill. Árborg Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira