Tryggingafélög taka Covid inn í áhættumat sitt Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 22:00 Óvissuþættir vegna hugsanlegra langtímaáhrifa Covid hafa gert það að verkum að tryggingafélög fresta umsóknum um tryggingar ef viðkomandi hefur verið útsettur fyrir sjúkdómnum eða veikst af honum. Vísir/Vilhelm Tryggingafélög hafa tekið Covid inn í áhættumat sitt vegna óvissuþátta um hugsanleg langtímaáhrif sjúkdómsins. Ef einhver hyggst fá sér líf- eða sjúkdómatryggingu er viðkomandi nú spurður út í reynslu hans af Covid. Á þetta við tryggingafélög á borð við VÍS, TM, Sjóvá og Vörð. „Ef þú hefur verið sóttkví eða veikst er frestun á umsókninni í fjórar vikur frá því þú ert orðinn einkennalaus. Ef þú lagst inn á spítala vegna þessa er frestun á umsökninni í sex mánuði frá því þú ert orðinn einkennalaus,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann tekur fram að ekki sé um höfnun að ræða. „Þetta byggir á óvissu varðandi afleiðingar af þessum sjúkdómi.“ Að færa Covid í áhættumat líftrygginga er fengið frá erlendum líftryggingafélögum. „Menn eru bara að afla upplýsinga eins og gert er með ýmsa aðra sjúkdóma, jafnvel flensu. Það er líka spurt í það. Ef þú hefur lagst inn á spítala vegna flensu getur það haft áhrif,“ segir Sigurður Óli. Formaður Neytendasamtakanna segir skiljanlegt að tryggingafélögin verji sig fyrir sjúkdómi sem hefur óþekktar afleðingar. Forsendurnar þurfi þó að vera á hreinu. „Ef við fáum til dæmis gubbupest og missum af ferðalagi eða þurfum að stytta það, þá er það tryggt en mögulega þegar við fáum hita vegna Covid. Þá ríður á að við vitum og skiljum skilmálana þegar við skrifum undir þá og kaupum tryggingar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Tryggingafélög hafa tekið Covid inn í áhættumat sitt vegna óvissuþátta um hugsanleg langtímaáhrif sjúkdómsins. Ef einhver hyggst fá sér líf- eða sjúkdómatryggingu er viðkomandi nú spurður út í reynslu hans af Covid. Á þetta við tryggingafélög á borð við VÍS, TM, Sjóvá og Vörð. „Ef þú hefur verið sóttkví eða veikst er frestun á umsókninni í fjórar vikur frá því þú ert orðinn einkennalaus. Ef þú lagst inn á spítala vegna þessa er frestun á umsökninni í sex mánuði frá því þú ert orðinn einkennalaus,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann tekur fram að ekki sé um höfnun að ræða. „Þetta byggir á óvissu varðandi afleiðingar af þessum sjúkdómi.“ Að færa Covid í áhættumat líftrygginga er fengið frá erlendum líftryggingafélögum. „Menn eru bara að afla upplýsinga eins og gert er með ýmsa aðra sjúkdóma, jafnvel flensu. Það er líka spurt í það. Ef þú hefur lagst inn á spítala vegna flensu getur það haft áhrif,“ segir Sigurður Óli. Formaður Neytendasamtakanna segir skiljanlegt að tryggingafélögin verji sig fyrir sjúkdómi sem hefur óþekktar afleðingar. Forsendurnar þurfi þó að vera á hreinu. „Ef við fáum til dæmis gubbupest og missum af ferðalagi eða þurfum að stytta það, þá er það tryggt en mögulega þegar við fáum hita vegna Covid. Þá ríður á að við vitum og skiljum skilmálana þegar við skrifum undir þá og kaupum tryggingar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira