Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:00 Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin. Vísir/Getty Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn.
Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40