Breytum til hins betra Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Sjá meira
Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun