Neville: Þetta Man. United lið getur ekki barist um titilinn á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 14:00 Manchester United þarf sterkari leikmenn en þá Jesse Lingard, Brandon Williams, Timothy Fosu-Mensah eða Odion Ighalo EPA-EFE/Oli Scarff Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira