Ætluðu til Reykjavíkur en enduðu föst í Innri-Njarðvík Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 10:32 Til Reykjavíkur komust ferðamennirnir ekki fyrr en eftir illan leik. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðaði í gærmorgun erlent par sem fest hafði bíl sinn úti fyrir Innri-Njarðvík. Parið hafði villst nokkuð rækilega af leið; hafði ætlað til Reykjavíkur en slegið ranga staðsetningu inn í Google Maps með áðurnefndum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Reykjavíkurfararnir, sem í staðinn voru komnir til Innri-Njarðvíkur, tilkynnti um vandræði sín til lögreglu. Líkt og áður segir var þeim komið til aðstoðar og lögregla fylgdi þeim að afleggjaranum að Reykjanesbraut. Parið hélt svo áfram leiðar sinnar til Reykjavíkur en ekki fylgir sögunni hvort förinni hafi lokið þar. Þá játaði ökumaður sem ók niður ljósastaur á Reykjanesbraut að hafa verið ölvaður undir stýri. Hann hlaut ekki „meiriháttar“ áverka, að því er segir í tilkynningu lögreglu, en draga þurfti bíl hans af vettvangi. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum. Sá sem hraðast fór ók á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Lögreglumál Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðaði í gærmorgun erlent par sem fest hafði bíl sinn úti fyrir Innri-Njarðvík. Parið hafði villst nokkuð rækilega af leið; hafði ætlað til Reykjavíkur en slegið ranga staðsetningu inn í Google Maps með áðurnefndum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Reykjavíkurfararnir, sem í staðinn voru komnir til Innri-Njarðvíkur, tilkynnti um vandræði sín til lögreglu. Líkt og áður segir var þeim komið til aðstoðar og lögregla fylgdi þeim að afleggjaranum að Reykjanesbraut. Parið hélt svo áfram leiðar sinnar til Reykjavíkur en ekki fylgir sögunni hvort förinni hafi lokið þar. Þá játaði ökumaður sem ók niður ljósastaur á Reykjanesbraut að hafa verið ölvaður undir stýri. Hann hlaut ekki „meiriháttar“ áverka, að því er segir í tilkynningu lögreglu, en draga þurfti bíl hans af vettvangi. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum. Sá sem hraðast fór ók á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Lögreglumál Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira