„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 14:30 Berglind Björg er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. vísir/bára Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk. Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira
Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk.
Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira