Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 18:15 Króatinn knái er farinn frá Katalóníu. David Ramos/Getty Images Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira