Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 15:35 Stuðningsmenn Alexei Navalny eru sannfærðir um að Vladimir Putin Rússlandsforseti hafi skipað að eitrað yrði fyrir andstæðingi hans. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28