Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. september 2020 18:31 Sigurbjörg og Svanur vilja að verkferlar Krabbmeinsfélagsins verði teknir til endurskoðunar. Vísir/Frikki Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Reynheiður Þóra Guðmundsdóttir lést þann 22. ágúst síðast liðinn eftir eins árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún var aðeins 35 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, fjögurra og sjö ára. Reynheiður fór í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu í september 2018 og fékk þær niðurstöður að allt væri með felldu. Stuttu síðar fóru þó einkenni krabbameinsins að gera vart við sig. „Svo ellefu mánuðum seinna vaknar hann [eiginmaður Reynheiðar] hér upp um nóttina og þá er hún komin inn á klósett og þá er henni bara hreinlega að blæða út. Þá kemur það í ljós við rannsókn að æxlið er orðið mjög stórt og búið að dreifa sér upp í gallblöðru og umvafið æðum sem þeir þora ekki að hreyfa við, þora ekki að koma við það, það er orðið það stórt,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir, móðir Reynheiðar. „Stuttu fyrir 9. ágúst þá kem ég að henni og þá er aðeins að blæða úr henni. Þá fer hún sjálf til kvensjúkdómalæknis og svo þarna 9. ágúst, viku eða tveim vikum seinna, þegar ég er á spítalanum þá hringir kvensjúkdómalæknirinn. Ég segi við hann „Ég veit hvað þú ert að fara að segja og við erum hérna inni.“ Og hann segir bara „Samhryggist þér,““ segir Svanur Örn Þrastarson, eiginmaður Reynheiðar. Reynheiður var borin til grafar síðastliðinn mánudag. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun.Vísir/Frikki Vægar frumubreytingar fundust fyrir fjórum árum Þegar Reynheiður var tvítug greindust hún með frumubreytingar í legi og var hún send í keiluskurð og er hún því í áhættuhópi. Daginn sem Reynheiður var jörðuð voru sagðar fréttir af alvarlegum mistökum starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef hún hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun 2018. Eftir fréttirnar vill fjölskylda Reynheiðar svör. Í dag bárust þau svör frá Krabbameinsfélaginu að ekki hafi sést frumubreytingar í sýninu frá 2018. Hins vegar hafi vægar frumubreytingar sést árið 2016 en vegna þess að ekki mældist í henni HPV-veira hafi ekki verið talið nauðsynlegt að kanna það frekar. Þau segja að Reynheiður hafi aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingarnar. „Af hverju hafa þeir ekki samband við hana 2016 og segja að þarna hafi þeir fundið eitthvað því þá hefði hún farið með málið lengra sjálf. Sérstaklega af því hún er búin að fara í gegn um þennan feril með að fara í keiluskurð,“ segir Sigurbjörg. Svanur Þór segir að ef það hefði verið gert telji hann að Reynheiður hefði látið fjarlægja úr sér legið. „Eftir okkar seinna barn var hún að diskútera það, að láta fjarlægja það.“ „Kannski fáum við engin svör“ Sigurbjörg og Svanur setja spurningarmerki við að ekkert hafi sést í sýninu sem tekið var 2018, sérstaklega í ljósi frétta síðustu daga. „Miðað við veikindin og miðað við æxlið og annað þá bara getur þetta bara ekki passað,“ segir Svanur. Þá geti þau ekki hætt að hugsa um orð læknanna. „Ég heyrði þá segja: „Þú gerðir allt þitt, þetta er ekki þér að kenna, kerfið brást þér,““ segir Sigurbjörg. Þau hafi ekki haft styrkinn til að kanna þessi orð frekar á þeim tíma en nú hafa þau sent inn kvörtun til landlæknisembættisins og vilja á málið sé rannsakað. „Kannski fáum við engin svör en vonandi fáum við allavega eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Svanur bætir við að Reynheiður hafi aldrei þolað að sjá óréttlæti. „Þess vegna eru þessir hlutir nokkurn veginn efst í hausnum á manni. Hún gat ekki látið öðrum líða illa og vildi öllum gott. Það eru bara voða fáir einstaklingar í heiminum sem eru svona.“ Þau vilja að verkferlarnir séu endurskoðaðir. „Bara að allt í kring um þetta sé endurhugsað út í eitt,“ segir Svanur. Sigurbjörg segir engu í máli Reynheiðar verði breytt héðan af. „En að þetta verði einhverjum til góðs.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Reynheiður Þóra Guðmundsdóttir lést þann 22. ágúst síðast liðinn eftir eins árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún var aðeins 35 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, fjögurra og sjö ára. Reynheiður fór í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu í september 2018 og fékk þær niðurstöður að allt væri með felldu. Stuttu síðar fóru þó einkenni krabbameinsins að gera vart við sig. „Svo ellefu mánuðum seinna vaknar hann [eiginmaður Reynheiðar] hér upp um nóttina og þá er hún komin inn á klósett og þá er henni bara hreinlega að blæða út. Þá kemur það í ljós við rannsókn að æxlið er orðið mjög stórt og búið að dreifa sér upp í gallblöðru og umvafið æðum sem þeir þora ekki að hreyfa við, þora ekki að koma við það, það er orðið það stórt,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir, móðir Reynheiðar. „Stuttu fyrir 9. ágúst þá kem ég að henni og þá er aðeins að blæða úr henni. Þá fer hún sjálf til kvensjúkdómalæknis og svo þarna 9. ágúst, viku eða tveim vikum seinna, þegar ég er á spítalanum þá hringir kvensjúkdómalæknirinn. Ég segi við hann „Ég veit hvað þú ert að fara að segja og við erum hérna inni.“ Og hann segir bara „Samhryggist þér,““ segir Svanur Örn Þrastarson, eiginmaður Reynheiðar. Reynheiður var borin til grafar síðastliðinn mánudag. Sama dag var greint frá því að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun.Vísir/Frikki Vægar frumubreytingar fundust fyrir fjórum árum Þegar Reynheiður var tvítug greindust hún með frumubreytingar í legi og var hún send í keiluskurð og er hún því í áhættuhópi. Daginn sem Reynheiður var jörðuð voru sagðar fréttir af alvarlegum mistökum starfsmanns Krabbameinsfélagsins sem uppgötvuðust eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef hún hefði ekki fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun 2018. Eftir fréttirnar vill fjölskylda Reynheiðar svör. Í dag bárust þau svör frá Krabbameinsfélaginu að ekki hafi sést frumubreytingar í sýninu frá 2018. Hins vegar hafi vægar frumubreytingar sést árið 2016 en vegna þess að ekki mældist í henni HPV-veira hafi ekki verið talið nauðsynlegt að kanna það frekar. Þau segja að Reynheiður hafi aldrei fengið upplýsingar um frumubreytingarnar. „Af hverju hafa þeir ekki samband við hana 2016 og segja að þarna hafi þeir fundið eitthvað því þá hefði hún farið með málið lengra sjálf. Sérstaklega af því hún er búin að fara í gegn um þennan feril með að fara í keiluskurð,“ segir Sigurbjörg. Svanur Þór segir að ef það hefði verið gert telji hann að Reynheiður hefði látið fjarlægja úr sér legið. „Eftir okkar seinna barn var hún að diskútera það, að láta fjarlægja það.“ „Kannski fáum við engin svör“ Sigurbjörg og Svanur setja spurningarmerki við að ekkert hafi sést í sýninu sem tekið var 2018, sérstaklega í ljósi frétta síðustu daga. „Miðað við veikindin og miðað við æxlið og annað þá bara getur þetta bara ekki passað,“ segir Svanur. Þá geti þau ekki hætt að hugsa um orð læknanna. „Ég heyrði þá segja: „Þú gerðir allt þitt, þetta er ekki þér að kenna, kerfið brást þér,““ segir Sigurbjörg. Þau hafi ekki haft styrkinn til að kanna þessi orð frekar á þeim tíma en nú hafa þau sent inn kvörtun til landlæknisembættisins og vilja á málið sé rannsakað. „Kannski fáum við engin svör en vonandi fáum við allavega eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Svanur bætir við að Reynheiður hafi aldrei þolað að sjá óréttlæti. „Þess vegna eru þessir hlutir nokkurn veginn efst í hausnum á manni. Hún gat ekki látið öðrum líða illa og vildi öllum gott. Það eru bara voða fáir einstaklingar í heiminum sem eru svona.“ Þau vilja að verkferlarnir séu endurskoðaðir. „Bara að allt í kring um þetta sé endurhugsað út í eitt,“ segir Svanur. Sigurbjörg segir engu í máli Reynheiðar verði breytt héðan af. „En að þetta verði einhverjum til góðs.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46