Harry og Meghan gera langtímasamning við Netflix Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 22:19 Harry og Meghan á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á ýmsu efni. Þau kunna að koma fram í einhverjum þeirra þátta eða kvikmynda sem samningurinn nær til. „Útgangspunktur okkar verður að skapa efni sem fræðir, en veitir einnig von,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir hjónunum. Þá sögðu þau að sem foreldrum þætti þeim mikilvægt að búa til andlega hvetjandi og fjölskylduvænt efni. BBC hefur þá eftir Ted Sarandos, öðrum forstjóra Netflix, að hann væri stoltur af því að hjónin hefðu ákveðið að gera Netflix að „heimili sköpunargáfu þeirra.“ Samningurinn, sem gildir til nokkurra ára, nær yfir framleiðslu heimildamynda og -þátta, leikinna kvikmynda og þátta, auk barnaefnis. Fyrir um hálfu ári sögðu þau Harry og Meghan sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttust til Kaliforníu til þess að komast undan smásjá bresku pressunnar, sem margir telja að hafi fjallað á óvæginn og ósanngjarnan hátt um Meghan. Netflix Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á ýmsu efni. Þau kunna að koma fram í einhverjum þeirra þátta eða kvikmynda sem samningurinn nær til. „Útgangspunktur okkar verður að skapa efni sem fræðir, en veitir einnig von,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir hjónunum. Þá sögðu þau að sem foreldrum þætti þeim mikilvægt að búa til andlega hvetjandi og fjölskylduvænt efni. BBC hefur þá eftir Ted Sarandos, öðrum forstjóra Netflix, að hann væri stoltur af því að hjónin hefðu ákveðið að gera Netflix að „heimili sköpunargáfu þeirra.“ Samningurinn, sem gildir til nokkurra ára, nær yfir framleiðslu heimildamynda og -þátta, leikinna kvikmynda og þátta, auk barnaefnis. Fyrir um hálfu ári sögðu þau Harry og Meghan sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttust til Kaliforníu til þess að komast undan smásjá bresku pressunnar, sem margir telja að hafi fjallað á óvæginn og ósanngjarnan hátt um Meghan.
Netflix Kóngafólk Bretland Bandaríkin Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira