Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 11:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti tillögurnar á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun. Viðreisn Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00