Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 12:21 Sævar Þór Jónsson er með tvö mál kvenna sem telja mistök hafa verið gerð við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu til ítarlegrar skoðunar. Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01
Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent