Tryggjum gæði skimana! Elín Sandra Skúladóttir skrifar 3. september 2020 15:30 Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýnin þeirra séu rétt greind og að þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mistök sem voru gerð hjá frumurannsóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbameinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar sýnið var skoðað aftur sáust frumubreytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í leghálsskoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigðisyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfsmenn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt þá hefur dregið úr mætingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til þess að bregðast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjaldfrjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brotið og það eykur líkurnar á að konur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir færast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífsnauðsynlegt að halda uppi skimunum sem greina frumubreytingar. Kraftur skorar á Krabbameinsfélagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna eru í húfi. Höfundur er formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun