Fyrst og fremst mjög þakklátur að fá þetta tækifæri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 19:15 Ísak Bergmann var hógvær með eindæmum er hann ræddi við Gaupa í dag. Mynd/Stöð 2 Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira