Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 19:46 Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21