Spá því að Ísland muni eiga þrjá af tíu keppendum í ofurúrslitunum leikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:00 Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra og er aftur spáð góðu gengi í ár. Hér er hann með hinum verðlaunahöfunum 2019. Mynd/Instagram Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira