Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 16:30 Kalvin Phillips gæti leikið sinn fyrsta landsleik áður en hann leikur í efstu deild á Englandi. getty/James Gill Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Sjá meira
Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Sjá meira