Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 11:07 Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009 og 2010. Samsett/Alþingi/Vísir/Vilhelm Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. Forsvarsmenn gangist ekki við mistökunum heldur varpi í stað þess ábyrgðinni á fyrrverandi starfsmann. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál Krabbameinsfélagsins síðustu daga. Ágúst Ingi Ágústsson sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mannleg mistök hefðu verið gerð árið 2018 við greiningu á leghálssýni konu sem nú er með ólæknandi krabbamein. Starfsmaður félagsins sem sinnti því að greina sýnin á þessum tíma hafi verið andlega veikur. Fram kom í máli Ágústs í kvöldfréttum að félagið hefði haft áhyggjur af starfsmanninum. Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra árin 2009-2010. Hún segir í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi að hún eigi aðeins eitt orð yfir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélagsins í málinu: Siðleysi. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni á þeirri staðreynd að allt að 150 konur hafi fengið rangar niðurstöður á Leitarstöðinni, er sök varpað á einn fyrrverandi (og nánast nafngreindan) starfsmann – og það vegna veikinda hans!“ skrifar Álfheiður. „En til að forðast einnig að taka ábyrgð á þeirri ásökun er skýrt tekið fram í yfirlýsingu félagsins að „ekki sé hægt að fullyrða um hvort heilsubrestur viðkomandi hefði stuðlað að því sem gerðist.“ Siðleysi!“ „Mannleg mistök sem alltaf geta orðið“ mikil einföldun Álfheiður tekur fram að sér hafi verið annt um Krabbameinsfélagið en sjálf fór hún í krabbameinsmeðferð árin 1999 og 2007. Hún hafi stutt við félagið eins og henni var unnt í embætti sínu sem heilbrigðisráðherra. En nú vandar hún félaginu ekki kveðjurnar. „Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ. Og get ekki fyrirgefið hversu grátt þeir hafa leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp þetta merka félag, en þeirra á meðal var faðir minn, sem var gjaldkeri KÍ um árabil og sat í vísindaráði þess. Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið“. En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun. Ég get ekki orða bundist.“ Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31