Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 12:04 Long March-2F eldflaug var notuð til að skjóta geimfarinu leynilega á loft. Þetta er ekki mynd frá því geimskoti. EPA/HOW HWEE YOUNG Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru. Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Geimvísindastofnun Kína skaut í morgun endurnýtanlegu tilraunageimfari út í geim. Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Í minnisblaði sem dreift var til starfsmanna sagði að bæta ætti öryggi á vettvangi til að koma í veg fyrir leka leyndarmála. South China Morning Post hefur eftir ríkismiðlinum Xinhua að geimfarið sem um ræðir verði notað til að rannsaka endurnýtanlega tækni sem nota eigi til „friðsamra nota“ í geimnum. Heimildarmaður SCMP vildi ekki veita upplýsingar um geimfarið nýja en sagði að blaðamenn ættu að skoða X-37B geimfar Bandaríkjanna. X-37B er leynilegt ómannað geimfar sem Flugher Bandaríkjanna rekur. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004 en það svipar mjög til gömlu geimskutlnanna. Því var síðast skotið á loft í maí. Þá bar geimfarið nokkuð merkilega tilraun. Þar var um að ræða gervihnött sem á að breyta sólarorku í örbylgjur og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar. Vitað er að Kínverjar eru einnig að vinna að þróun þessarar tækni og hafa sett sér það markmið að koma upp orkustöð í geimnum fyrir árið 2050. Geimfarinn Jessica Meir sýndi fyrr á árinu fram á að tæknin gæti virkað þegar hún notaði örbylgjur til að kveikja á peru.
Kína Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. 6. maí 2020 10:20