Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2020 14:30 Kári Árnason léttur í bragði á æfingu íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. Ísland mætir Englandi, liði sem komst í undanúrslit HM 2018 og hlaut bronsverðlaun í Þjóðadeildinni í fyrra, á Laugardalsvelli á morgun. Í íslenska hópinn vantar marga lykilmenn en þar með gefst yngri mönnum tækifæri á að sýna sig og sanna. Kári, sem verður fyrirliði á morgun, er hrifinn af framgöngu ungu liðsfélaganna en sá yngsti er Andri Fannar Baldursson, 18 ára leikmaður Bologna á Ítalíu, sem er helmingi yngri en Kári. „Ég er mjög „imponeraður“ af Andra Fannari. Hann er 18 ára gamall, svo ég gæti auðveldlega verið pabbi hans. Þetta er vinnusamur strákur með mikil fótboltagæði, góður með boltann, en hógvær og flottur strákur,“ sagði Kári á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli í dag, í öruggri fjarlægð frá spyrli vegna Covid-ráðstafana. Aðspurður hvernig takist að miðla gildum íslenska liðsins til þeirra yngri, aganum og skipulaginu sem skilaði liðinu á EM og HM, og blanda saman hópnum, sagði Kári: „Það er skiljanlegt að ég sem nánast pabbi Andra, að við séum ekki alltaf að hanga saman inni á herbergi. En við erum liðsfélagar engu að síður. Maður reynir að miðla einhverju til þeirra sem eru að spila leikina og innstilla þá á það sem við höfum sett megináherslu á í gegnum tíðina. Þannig að það breytist ekki of mikið með tilkomu nýrra leikmanna. Þeir verða að gjöra svo vel að hafa trú á því. Ef þeir eru fótboltamenn þá hafa þeir trú á því, annars kæmust þeir ekki langt,“ sagði Kári. Mun yngri og með gríðarleg gæði fram á við Kári var vitaskuld í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM 2016 með því að slá út England. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Munurinn á enska liðinu frá því fyrir fjórum árum er náttúrulega sérstaklega sá að þeir eru búnir að yngja upp – meðalaldurinn er um 25 ár – á meðan að á EM voru þeir, ekki kannski á síðustu metrunum, en með eldra og reyndara lið. Gæðin hjá þeim fram á við eru þannig að menn þar hafa komist í heimsklassa, eins og Raheem Sterling og Marcus Rashford sem reyndar er ekki með. En þá kemur bara Jadon Sancho inn í staðinn. Þetta er ekki eitthvað vandamál sem við eigum við að etja, að það sé allt of mikið af leikmönnum sem erfitt er að velja á milli. Gæðin eru gríðarleg hjá þeim, sérstaklega fram á við,“ sagði Kári. Lykilatriði ef áhorfendur yrðu leyfðir gegn Rúmeníu Engir áhorfendur verða á leiknum á morgun, og Kári tók undir að það yrði íslenska liðinu dýrmætt að UEFA breytti sínum reglum fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu í október. Íslensk heilbrigðisyfirvöld þyrftu vitaskuld einnig að samþykkja að áhorfendur yrðu leyfðir. „Það væri algjört lykilatriði ef að það heppnaðist að við fengjum að vera með áhorfendur hérna [gegn Rúmeníu], því við erum vanir því og höfum náð góðum árangri á heimavelli. En það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast á morgun. Ég hef aldrei spilað hérna fyrir tómu húsi. Það verður svolítið sérstakt,“ sagði Kári. Klippa: Kári í viðtali fyrir Englandsleikinn Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Kane segist alltaf vera með tapið fyrir Íslandi á bak við eyrað Fyrirliði enska landsliðsins segist eiga erfitt með að gleyma tapinu fyrir Íslandi á EM 2016. 4. september 2020 12:13 Kári: Alltaf svekktur þegar það eru einhverjir sem komast ekki Kári Árnason tjáði sig um fjarveru lykilmanna íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í dag, Kári tekur við fyrirliðabandinu en bæði aðalfyrirliðinn og varafyrirliðinn eru fjarverandi í þessu verkefni. 4. september 2020 11:33 Kári: Allt annað enskt landslið núna en á EM 2016 Kári Árnsson segir að þetta enska landslið sé allt öðruvísi en það sem Íslendingar unnu á EM 2016. Liðið sé yngra og með meiri hraða og hlaupagetu. 4. september 2020 11:14 Kári Árnason verður fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun. 4. september 2020 10:54 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. Ísland mætir Englandi, liði sem komst í undanúrslit HM 2018 og hlaut bronsverðlaun í Þjóðadeildinni í fyrra, á Laugardalsvelli á morgun. Í íslenska hópinn vantar marga lykilmenn en þar með gefst yngri mönnum tækifæri á að sýna sig og sanna. Kári, sem verður fyrirliði á morgun, er hrifinn af framgöngu ungu liðsfélaganna en sá yngsti er Andri Fannar Baldursson, 18 ára leikmaður Bologna á Ítalíu, sem er helmingi yngri en Kári. „Ég er mjög „imponeraður“ af Andra Fannari. Hann er 18 ára gamall, svo ég gæti auðveldlega verið pabbi hans. Þetta er vinnusamur strákur með mikil fótboltagæði, góður með boltann, en hógvær og flottur strákur,“ sagði Kári á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli í dag, í öruggri fjarlægð frá spyrli vegna Covid-ráðstafana. Aðspurður hvernig takist að miðla gildum íslenska liðsins til þeirra yngri, aganum og skipulaginu sem skilaði liðinu á EM og HM, og blanda saman hópnum, sagði Kári: „Það er skiljanlegt að ég sem nánast pabbi Andra, að við séum ekki alltaf að hanga saman inni á herbergi. En við erum liðsfélagar engu að síður. Maður reynir að miðla einhverju til þeirra sem eru að spila leikina og innstilla þá á það sem við höfum sett megináherslu á í gegnum tíðina. Þannig að það breytist ekki of mikið með tilkomu nýrra leikmanna. Þeir verða að gjöra svo vel að hafa trú á því. Ef þeir eru fótboltamenn þá hafa þeir trú á því, annars kæmust þeir ekki langt,“ sagði Kári. Mun yngri og með gríðarleg gæði fram á við Kári var vitaskuld í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM 2016 með því að slá út England. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Munurinn á enska liðinu frá því fyrir fjórum árum er náttúrulega sérstaklega sá að þeir eru búnir að yngja upp – meðalaldurinn er um 25 ár – á meðan að á EM voru þeir, ekki kannski á síðustu metrunum, en með eldra og reyndara lið. Gæðin hjá þeim fram á við eru þannig að menn þar hafa komist í heimsklassa, eins og Raheem Sterling og Marcus Rashford sem reyndar er ekki með. En þá kemur bara Jadon Sancho inn í staðinn. Þetta er ekki eitthvað vandamál sem við eigum við að etja, að það sé allt of mikið af leikmönnum sem erfitt er að velja á milli. Gæðin eru gríðarleg hjá þeim, sérstaklega fram á við,“ sagði Kári. Lykilatriði ef áhorfendur yrðu leyfðir gegn Rúmeníu Engir áhorfendur verða á leiknum á morgun, og Kári tók undir að það yrði íslenska liðinu dýrmætt að UEFA breytti sínum reglum fyrir EM-umspilsleikinn við Rúmeníu í október. Íslensk heilbrigðisyfirvöld þyrftu vitaskuld einnig að samþykkja að áhorfendur yrðu leyfðir. „Það væri algjört lykilatriði ef að það heppnaðist að við fengjum að vera með áhorfendur hérna [gegn Rúmeníu], því við erum vanir því og höfum náð góðum árangri á heimavelli. En það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast á morgun. Ég hef aldrei spilað hérna fyrir tómu húsi. Það verður svolítið sérstakt,“ sagði Kári. Klippa: Kári í viðtali fyrir Englandsleikinn
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Kane segist alltaf vera með tapið fyrir Íslandi á bak við eyrað Fyrirliði enska landsliðsins segist eiga erfitt með að gleyma tapinu fyrir Íslandi á EM 2016. 4. september 2020 12:13 Kári: Alltaf svekktur þegar það eru einhverjir sem komast ekki Kári Árnason tjáði sig um fjarveru lykilmanna íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í dag, Kári tekur við fyrirliðabandinu en bæði aðalfyrirliðinn og varafyrirliðinn eru fjarverandi í þessu verkefni. 4. september 2020 11:33 Kári: Allt annað enskt landslið núna en á EM 2016 Kári Árnsson segir að þetta enska landslið sé allt öðruvísi en það sem Íslendingar unnu á EM 2016. Liðið sé yngra og með meiri hraða og hlaupagetu. 4. september 2020 11:14 Kári Árnason verður fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun. 4. september 2020 10:54 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30
Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36
Kane segist alltaf vera með tapið fyrir Íslandi á bak við eyrað Fyrirliði enska landsliðsins segist eiga erfitt með að gleyma tapinu fyrir Íslandi á EM 2016. 4. september 2020 12:13
Kári: Alltaf svekktur þegar það eru einhverjir sem komast ekki Kári Árnason tjáði sig um fjarveru lykilmanna íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í dag, Kári tekur við fyrirliðabandinu en bæði aðalfyrirliðinn og varafyrirliðinn eru fjarverandi í þessu verkefni. 4. september 2020 11:33
Kári: Allt annað enskt landslið núna en á EM 2016 Kári Árnsson segir að þetta enska landslið sé allt öðruvísi en það sem Íslendingar unnu á EM 2016. Liðið sé yngra og með meiri hraða og hlaupagetu. 4. september 2020 11:14
Kári Árnason verður fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun. 4. september 2020 10:54