„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 17:52 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07