Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:30 Sir Mo Farah setti heimsmet í kvöld. Gregory Van Gansen/Getty Images Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira