Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 09:10 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira