Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 09:10 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira