Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 09:38 Teikning af fyrirhugðum Qaqortoq-flugvelli á Suður-Grænlandi. Gert er ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut sem hægt verði að lengja í 1.800 metra. Teikning/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“