Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 12:20 Vitni segjast hafa séð óþekkta menn stinga Mariu Kolesnikovu upp í smárútu og aka með hana burt í miðborg Minsk í dag. Vísir/EPA Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54