Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 13:15 Phil Foden og Mason Greenwood æfðu ekki með enska landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun og eru á leið aftur til Englands. getty/Mike Egerton Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti