Navalní vaknaður úr dáinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 14:05 Alexei Navalní hefur verið harður gagnrýnandi stjórnvalda í Kreml. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum. AP/Pavel Golovkin Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní. Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní.
Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira