Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2020 18:59 Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir um sjötíu starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þeirra fjölmörgu verkefna sem unnini séu hjá stofnuninni. Stöð 2/Baldur Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30